Hoppa yfir valmynd

67. fundur Loftslagsráðs 11. maí 2023

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Aðalheiður Snæbjarnarsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Árni Finnsson, Smári Jónas Lúðvíksson, Guðmundur Þorbjörnsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Tinna Hallgrímsdóttir og Pétur Blöndal varafulltrúi.

 

Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, kl. 14:00-16:00.

Þórunn Wolfram framkvæmdastjóri skráði fundargerð.

 

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerðir 65. fundar frá 23. mars sl. og 66. fundar frá 13. apríl sl. voru samþykktar.

 

2. Ákall um heildstæða og markvissa loftslagsstefnu

Grunndrög að samantekt/stöðumati ráðsins liggja fyrir. Í skjalinu eru dregnar fram meginniðurstöður úr útgefnum greinargerðum og álitum ráðsins, frá því það var skipað haustið 2019 fram til dagsins í dag, og helstu viðbrögðum stjórnvalda við þeim. Rætt var hverju ráðið vill nú bæta við á þessum tímamótum og hvaða tillögur til úrbóta það vill leggja fram. Ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri vinni fyrstu drög að lokaályktun þess, til umræðu og frekari úrvinnslu með öllum fulltrúum í ráðinu á næsta fundi þess.

Næsti fundur er áætlaður 25. maí kl. 14:00-16:00

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar