Hoppa yfir valmynd

49. fundur Loftslagsráðs 10. febrúar 2022

Fundargerð

Fulltrúar sem sátu fundinn: Halldór Þorgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Valur Klemensson, Sigurður Loftur Thorlacius, Auður Alfa Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Árni Finnsson, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Sveinn Margeirsson, Steingrímur Jónsson, Guðmundur Þorbjörnsson og Aðalheiður Snæbjarnardóttir.

Gestir fundarins voru: frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þau Halla Sigrún Helgadóttir, skrifstofustjóri loftslagsskrifstofu og Magnús Örn Agnesar Sigurðsson sérfræðingur á sömu skrifstofu, frá Veðurstofunni, Árni Snorrason, veðurstofustjóri og Anna Hulda Ólafsdóttir, yfirmaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar. 

Fundurinn var haldinn á Teams kl. 14-15.45. Guðný Káradóttir verkefnastjóri skráði fundargerð.

1. Fundargerð síðasta fundar  

Fundargerð 48. fundar þann 27. janúar 2022 var samþykkt. 

2. Aðlögun að röskun loftslags – vísindalegar undirstöður 

Formaður rifjaði upp áherslu Loftslagsráðs á  nauðsyn þess að þekkingu sé beitt með markvissum hætti við stefnumótun og framkvæmd sem birtist í greiningu á fyrirkomulagi vísindaráðgjafar á Íslandi undir yfirskriftinni „Þekking í þágu loftslagsmála“. Einkar brýnt sé að undirbyggja mat á tjónnæmi með raunverulegri þekkingu og að þróa sviðsmyndir um fyrirsjáanlega og líklega þróun næstu ár og áratugi.

Fulltrúar ráðuneytisins kynntu stöðuna við gerð aðlögunaráætlunar og innleiðingu stefnu um aðlögun. Fulltrúar í ráðinu sem sitja jafnframt í Vísindanefnd um loftslagsbreytingar, Brynhildur Davíðsdóttir og Guðfinna Aðalgeirsdóttir, sögðu frá starfi nefndarinnar en hún var skipuð á síðasta ári og mun skila matsskýrslu 2023. Þá fjölluðu fulltrúar frá Veðurstofunni um hvernig skrifstofa lofslags- og aðlögunar styður við vinnu Vísindanefndarinnar og annað starf að aðlögun og hvernig staðið verður að kynningu á væntanlegri IPCC skýrslu vinnuhóps II sem birt verður og kynnt í lok febrúar.

Spurningar og umræður að kynningum loknum. 

3. Önnur mál 

Verkefnastjóri sagði frá fræðslufundi sem haldinn verður 14. febrúar um millilandasamgöngur. 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar