Hoppa yfir valmynd

21. fundur Loftslagsráðs 26. febrúar 2020

Mættir: Ragnhildur Freysteinsdóttir, Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, Halldór Þorgeirsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Ragnar Frank Kristjánsson, Sigurður Thorlacius, Sigurður Eyþórsson, Árni Finnsson, Steingrímur Jónsson. 

1. Fundargerð seinasta fundar 

Fundargerð 20. fundar Loftslagsráðs þann 5. febrúar var samþykkt.

2. Undirbúningur rýningar á 2. útgáfu aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum (2030 2.0)

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar komu til fundar við Loftslagsráð til að undirbúa rýningu ráðsins á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Loftslagsráð rýndi fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunar sem kom út í september 2018 og var álit ráðsins gert opinbert í mars 2019. Í því áliti var einkum fernt sem ráðið vakti athygli á: 

  • Heildarsamhengi
  • Árangursmat og tenging við skuldbindingar 
  • Eftirfylgni og samstilling 
  • Gagnsæi og upplýsingar

Að auki vakti ráðið athygli á mikilvægi þess að ná þjóðarsamstöðu um aukinn metnað.

Til að undirbúa rýningu ráðsins var á þessum fundi einkum rætt um eftirfarandi í tengslum við aðgerðaáætlun: 

  • Hið alþjóðlega (UNFCCC) og evrópska (ESB) regluverk 
  • Uppgjörsreglur og tölulegar staðreyndir 
  • Aðferðafræði við greiningu og framreikninga 

Frá Umhverfisstofnun komu Nicole Keller, Ásta Karen Helgadóttir og Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir. Frá Landgræðslunni, Árni Bragason Landgræðslustjóri og Jóhann Þórsson. 
Frá Skógræktinni kom Arnór Snorrason.

Nicole Keller kynnti helstu skuldbindingar í loftslagsmálum og regluverk og sátu fulltrúar stofnananna fyrir svörum. 

3. Önnur mál 

Ekki náðist að ræða dagskrárliðinn Önnur mál á fundinum. Upplýsingum var komið til fulltrúa í ráðinu með tölvupósti í kjölfar fundarins um stöðu mála í vinnuhópum ráðsins, annars vegar um hagræn stjórntæki og hins vegar um fræðslu og upplýsingamál.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið. 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar