Hoppa yfir valmynd

Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar komið á fót

Ársfundur Veðurstofu Íslands 2021 - mynd

Í dag 5. maí tilkynnti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Veðurstofu Íslands, að komið verði á fót skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofunni. Með stofnun skrifstofunnar verður til vettvangur sem mun þjónusta brýn verkefni á sviði aðlögunar, hún mun leggja til sviðsmyndir að loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, auk vöktunar á afleiðingum. Skrifstofan verður sameiginlegur vettvangur háskólasamfélagsins, Rannís, fagstofnana og hagaðila, brú milli vísinda og samfélags.

Í skýrslu sem Loftslagsráð sendi frá sér á síðasta ári, Að búa sig undir breyttan heim, kom fram að auka verði rannsóknir og vöktun á áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi og afleiðingum þeirra fyrir íslenskt samfélag. Stofnun skrifstofunnar er því mikilvægt skref í aðlögunarmálum. 

Hægt er að nálgast upptöku af ársfundi Veðurstofu Íslands hér á vefnum, hlusta á áhugaverð erindi og pallborðsumræður. Varaformaður Loftslagsráðs, Brynhildur Davíðsdóttir, flutti erindi um leiðina til aðlögunar vegna loftslagsbreytinga og formaður Loftslagsráðs, Halldór Þorgeirsson stýrði pallborðsumræðum. 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar