Hoppa yfir valmynd

Efst á baugi í loftslagsmálum

 • Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum miðvikudaginn 5. maí kl. 13.
 • Veðurstofa Íslands vekur athygli á alvarlegu ástandi loftslags jarðar sem lýst er í skýrslu Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar (WMO)
 • Ulla Blatt Bendtsen, yfirmaður alþjóðatengsla hjá danska loftslagsráðinu, Klimarådet, hélt fyrirlestur og síðan fóru fram umræður milli hennar og meðlima í Loftslagsráði.
 • Rýnt verður í fyrirkomulag og reynslu Dana í stjórnun loftslagsmála. Kynning frá Ullu Blatt Jensen, yfirmanni alþjóðatengsla hjá danska loftslagsráðinu, spurningar frá fulltrúum í Loftslagsráði og umræður.
 • Staðlaráð og Loftslagsráð buðu hagaðilum til þátttöku í vinnustofu sem felur í sér samráð um ábyrga kolefnisjöfnun á Íslandi.
 • Loftslagsráð og breska sendiráðið á Íslandi buðu ungum Íslendingum sem starfa á alþjóðavettvangi að hringborði til að deila reynslu sinni og sýn á alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum.
 • Mánudaginn 15. febrúar kl. 15 til 16 halda Loftslagsráð og sendiráð Bretlands viðburð þar sem ungt fólk verður í forgrunni. Með viðburðinum er ætlað að vekja ungt fólk til umhugsunar um hvernig loftslags- og alþjóðamál tvinnast saman, fræða og miðla þekkingu á umfjöllunarefninu.
 • Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar var hald­inn föstu­dag­inn 27. nóv­em­ber. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs flutti erindi á fundinum undir yfirskriftinni "Loftslagsmálin eru hópíþrótt og liðsandinn skiptir máli".
 • Loftslagsráð og sendiráð Bretlands á Íslandi héldu málfund 10. nóvember sl. undir yfirskriftinni "Loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19 - markviss samvinna og kapphlaup við tímann. Tilgangur fundarins var að hvetja til samstöðu og ábyrgðar í viðbrögðum við loftslagsvá og kynna næstu loftslagsráðstefnu SÞ (COP26). Þar koma ríki heims saman til að efla samtakamátt og metnað í loftslagsmálum.
 • Dagana 9.-19. nóvember verður fyrirlestrarröðin Race-to-Zero haldin fyrir tilstilli UNFCCC. Fjallað verður um hvernig er hægt að virkja fyrirtæki, borgir, fjárfesta, einstök svæði og fleiri aðila til að setja sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum.
 • Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvæg en vandmeðfarin. Loftslagsráð hefur sent frá sér álit um ábyrga kolefnisjöfnun. Í áliti ráðsins kemur fram m.a. að ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi.
 • Loftslagsráð og sendiráð Bretlands á Íslandi bjóða til málfundar um loftslagsmál þriðjudaginn 10. nóvember kl. 14:30 til 16:00 í beinu streymi á netinu. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum.
 • Á fundi Loftslagsráðs 29. apríl 2020 var samþykkt álit um fyrirliggjandi drög að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.
 • Hvernig ætlar íslenskt samfélag að búa sig undir nýjan veruleika í grænu hagkerfi?
 • Loftslagsráð hefur fjallað um kolefnishlutleysi og tekið saman umræðuplagg um
 • Loftslagsráð lét vinna umræðuplagg um kolefnisjöfnun og innviði kolefnisjöfnunar sem nú hefur verið gefið út.
 • Út er komin umræðuskýrsla um aðlögun vegna loftslagsvár í ljósi stefnumótunar og stjórnarhátta. Þar eru settar fram hugmyndir og tillögur sem ætl
 • Markmið ráðstefnunnar, sem haldin var 19. maí, var að kalla fram viðbrögð við fyrirsjáanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga í þeim tilgangi að auka hæfni samfélagsins til að takast á við þær.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar