Stjórnarráð Íslands
%2016-9.jpg?proc=MediumImage)
Álit um ábyrga kolefnisjöfnun
Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvæg en vandmeðfarin. Loftslagsráð hefur sent frá sér álit um ábyrga kolefnisjöfnun. Í áliti ráðsins kemur fram m.a. að ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi.Ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvæg en vandmeðfarin. Loftslagsráð hefur sent frá sér álit um ábyrga kolefnisjöfnun. Í áliti ráðsins kemur fram m.a. að ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi.
.jpg?proc=MediumImage)
Hlutverk og verkefni
Loftslagsráð sinnir verkefnum í anda laga um loftslagsmál sem hafa að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, stuðla að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga og skapa skilyrði fyrir stjórnvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsráð rýnir á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál, þ.m.t. aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
Kolefnishlutleysi
Kolefnishlutleysi lýsir lokamarkmiði, ekki leiðinni að því marki. Ef því er beitt af fullri einurð við stefnumörkun breytast forsendur og það kemur betur í ljós hvaða viðbrögð eru hagkvæmust þegar upp er staðið og hversu brýnt er að mikill árangur náist án tafar.
Loftslagsráð hefur fjallað um kolefnishlutleysi út frá hnattrænu samhengi og með tengingu við íslenskan veruleika.
Erlent efni um loftslagsmál
- Rammasamningur SÞ um loftslagsbreytingar (UNFCCC)
- Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC)
- Parísarsamningurinn
- Kyoto bókunin
- Norrænt samstarf um umhverfi og loftslagsmál
- Nordic Talks (hlaðvarp)
- 26. loftslagsráðstefna SÞ (COP26)
- 2050 Pathways Platform
- Race-to-Zero