Hoppa yfir valmynd

Stjórnarráð Íslands

 

Efst á baugi

Loftslagsráð birtir nýtt efni reglulega á vefnum, álit, greinargerðir og upplýsingar úr starfi ráðsins, auk annars efnis sem snertir loftslagsmál á heimsvísu og á Íslandi. Hér getur þú kynnt þér það nýjasta.

Loftslagsráð vorið 2023 ásamt framkvæmdastjóra þess.

   

 Hlutverk og verkefni

Loftslagsráð sinnir verkefnum í anda laga um loftslagsmál sem hafa að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, stuðla að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga og skapa skilyrði  fyrir stjórnvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Uppgjör Loftslagsráðs - júní 2023

Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum. Af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem náðst hefur, eða ekki náðst, síðustu fjögur árin í viðureigninni við loftslagsvá hérlendis og gaf út í skjali er nefnist: Uppgjör Loftslagsráðs. Í skjalinu segir meðal annars: „Við blasir að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Samdráttur hefur einungis náðst á nokkrum sviðum en heildarlosun hefur aukist. Markviss loftslags- stefna með tímasettum og mælanlegum markmiðum liggur enn ekki fyrir, þó svo að aðgerðaáætlun sé til staðar. Verði ekki gripið í taumana mun Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum, og færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlut- leysi árið 2040."

Lesa meira

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Nánar